Aðalfundur Félags um skjalastjórn var haldinn þriðjudaginn 29. apríl sl. Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn á aðalfundi félagsins:

Ingibjörg Hallbjörnsdóttir, formaður

Magnea Davíðsdóttir, varaformaður

Guðmundur Guðmarsson, gjaldkeri

Sólveig Magnúsdóttir, ritari

Laufey Ingibjartsdóttir, meðstjórnandi

Rut Jónsdóttir, varamaður

Ásdís Paulsdóttir lét af embætti sem varafomaður en við embættinu tók Magnea Davíðsdóttir. Rut Jónsdóttir hætti sem ritari og í hennar stað kom Sólveig Magnúsdóttir og Kristín Ósk Hlynsdóttir hætti sem varamaður og við tók Rut Jónsdóttir. Guðmundur, Sólveig og Laufey eru ný í stjórninni.

Að loknum aðalfundarstörfum var boðið upp á veitingar og Jón Kalmansson talaði um siðareglur starfsstétta. Glærur frá fyrirlestri Jóns eru komnar á vef félagsins.

Fundargerð aðalfundar má nálgast á vefnum.

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík