Leiðbeiningar fyrir skráningu

Við vekjum athygli á því að skuldlausir félagsmenn í Félagi um skjalastjórn greiða lægra gjald á ráðstefnuna. Sértu ekki viss um hvort þú sért meðlimur í félaginu skaltu senda fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Til þess að skrá sig á ráðstefnuna þarf að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingum um nafn og kennitölu ráðstefnugests. Eigi vinnustaður að greiða ráðstefnugjaldið þarf að taka fram hver greiðandinn er og gefa upp kennitölu hans.

Fyrstur kemur fyrstur fær og greiðsla staðfestir skráningu. Lokafrestur til að skrá sig á ráðstefnuna er til 14. apríl en iðrunarfrestur er til 16. apríl sem er jafnframt síðast dagur til að greiða ráðstefnugjaldið fyrir þá sem bókuðu sig 14. apríl. Ráðstefnugögn verða send í tölvupósti þann 15. apríl.

Félagsmenn
Ráðstefnugjaldið er 8500 krónur og greiðist innan tveggja daga frá bókun á ráðstefnuna. Vinsamlegast leggið inn á reikning 0142-26-010640 kt. 580189-2029.

Aðrir gestir
Ráðstefnugjaldið er 13500 krónur og greiðist innan tveggja daga frá bókun á ráðstefnuna. Vinsamlegast leggið inn á reikning 0142-26-010640 kt. 580189-2029.

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík