Ráðstefnan" Fjölbreytt ásýnd skjalastjórnar"er haldin á Hilton Reykjavík Nordica að Suðurlandsbraut 2. Ráðstefnan hefst á erindum sem öll tengjast skjalastjórn með ólíkum hætti. Eftir hádegi fá ráðstefnugestir tækifæri til að taka þátt í umræðum í svokölluðu opnu rými. Sjá nánari útskýringu á opnu rými hér

Fundarstjóri er Kristjana N. Jónsdóttir ráðgjafi hjá Azazo.

Upplýsingar um skráningu á ráðstefnuna má finna hér


Dagskrá

kl. 08:30 - Skráning.

kl. 09:00 - Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, flytur ávarp.

kl. 09:10 - Kristjana N. Jónsdóttir kynnir rafræn skil í framkvæmd. 360 gráðu umfjöllun um rafræn skil hjá öllum þeim sem hafa með þau að gera.

kl. 09:15 - S. Andrea Ásgeirsdóttir, skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands.
                „Varðveisla rafrænna mála- og skjalavörslukerfa"

kl. 09:35 - Lísa Björg Ingvarsdóttir, viðskiptastjóri hjá Hugviti.
                 „GoPro-Veigamikill þáttur í rafrænum skilum"

kl. 09:55- Guðrún Birna Guðmundsdóttir, skjalastjóri hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
               „Rafræn skil – Hvernig gerir maður þetta? Sjónarhorn skjalastjórans"

kl. 10:10 - Kaffihlé

kl. 10:40 - Eiríkur G. Guðmundsson, þjóðskjalavörður.
                „Lög um opinber skjalasöfn og reynslan af þeim"

kl. 11:05 - Daldís Ýr Guðmundsdóttir, sérfræðingur í skjalastjórn hjá Landsbankanum.
                „The Principles – Sverð og skjöldur skjalastjórans: Skref fyrir skref í átt að árangursríkri upplýsingastjórnun. 
                  Þroskamódel ARMA international notað til að meta stöðu    skipulagsheilda.

kl. 11:30 - Ingigerður Guðmundsdóttir, gæða- og öryggisstjóri hjá Sjóvá.
               „Tengsl gæðastjórnunar, skjalastjórnar og straumlínustjórnunar"

kl. 11:55 - Hádegisverður á Vox

kl. 12:55 - Hvað liggur þér á hjarta?
                Laufey Ása Bjarnadóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Azazo.
                „Opið rými – Open Space Technology"

kl. 15:00 - Léttar veitingar í Vox Lounge

kl. 15:20 - Ari Eldjárn skemmtir ráðstefnugestum

 

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík