Skráning er hafin á jólafund félagsins sem verður haldinn í Turninum Garðatorgi (bæjarskrifstofur) í Garðabæ  fimmtudaginn 20. nóvember n.k. frá kl.16.00-19.00.

Hönnunarsafn Íslands mun byrja á því að bjóða leiðsögn um safnið kl.16.00 en á safninu eru tvær sýningar í gangi: „Ertu tilbúin frú forseti?“ og „Prýði“, sjá nánar á http://www.honnunarsafn.is/is.

Rithöfundurinn Steinar Bragi mun lesa upp úr nýjustu bók sinni Kata og svara nokkrum spurningum í kjölfarið. Boðið verður uppá léttar veitingar.

·         Kl.16.00 mæting við Hönnunarsafn Íslands (Garðatorg 1).

·         Kl.17.00 mæting á bæjarskrifstofur Garðabæjar (Garðatorg 7).

Næg bílastæði eru í bílastæðahúsi við Garðatorg, ekið inn frá Vífilsstaðavegi úr vesturátt, einnig eru stæði á torginu sjálfu sjá á korti hér

Við vonumst til þess að sjá ykkur sem flest!

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík