Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.

Ásgerður Kjartansdóttir skjalastjóri Landsnets segir frá reynslu sinni af rafrænum skilum.
Farið verður í gegnum hvaða áskoranir mæta skjalastjóranum í umsóknarferlinu og þegar komið er að framkvæmd rafrænna skila.
Einnig verður farið í þau atriði sem þarf að hafa í huga þegar einu skjalastjórnartímabili lýkur og nýtt tímabil tekur við.

Skráning hér

Skráning í streymi hér

ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn
Hlökkum til að sjá ykkur!

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn þriðjudaginn 30. október kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.
 
Elín Sigurðardóttir útskrifaðist með MIS gráðu með áherslu á upplýsinga- og skjalastjórn og rafræn samskipti hjá skipulagsheildum í júní síðastliðnum.
Ritgerðin hennar ber titilinn „Þetta er að fara verða einhver viðbjóður“. Rannsóknin miðaði að því að skoða upplifun stjórnenda af skjalastjórn innan fyrirtækis í ferðaþjónustu.
Elín starfar sem skjalastjóri Dómstólasýslunnar.
 
 
ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn
Hlökkum til að sjá ykkur!

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn fimmtudaginn 31. janúar kl. 17 í Þjóðskjalasafni Íslands.
Þetta er áramótafundur sem kemur í stað jólafundarins.

Charlotte Åström ætlar að segja okkur frá stafrænni stefnumótun. Stöðug tækniþróun og ör upptaka notenda á nýrri tækni hefur gjörbreytt heiminum og samkeppnisumhverfi fyrirtækja og stofnana. Nauðsynlegt er að aðilar geti þróast hraðar og komið á móts við breyttar kröfur samfélagsins um upplifun og þjónustu.

Skráning hér

Skráning í streymi hér, fyrirlesturinn verður ekki vistaður á vef félags um skjalastjórn.

ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn
Hlökkum til að sjá ykkur!

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn fimmtudaginn 27. september kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.

Guðrún Reynisdóttir bókasafnsfræðingur og jógakennari fræðir okkur um skaðsemi streitu og kyrrsetu á líkama og sál og hvernig við getum notað jóga til að halda okkur í jafnvægi og ná betri árangri í vinnunni.
Við eigum það til að geyma streitu og uppsafnaðar tilfinningar á ákveðnum stöðum í líkamanum sem hefur neikvæðar líkamlegar afleiðingar. Svo er það vöðvi sálarinnar – mikilvægasti vöðvi líkamans.
Hvaða vöðvi ætli það sé og af hverju er hann svona mikilvægur? Í lokin tökum við nokkrar góðar og einfaldar jógaæfingar saman sem hægt er að gera hvenær sem er við skrifborðið til að viðhalda jafnvægi og orku.

 Skráning hér http://irma.is/index.php/events/event/27-fraedhslufundur-27-september-streita-og-skadhsemi-streitu

ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn

Hlökkum til að sjá ykkur!

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn fimmtudaginn 29. nóvember kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.

Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir er flestum félagsmönnum vel kunnug. Hún mun fara örstutt yfir ÍST ISO 15489 í sögulegu samhengi og gera stuttlega grein fyrir þýðingarvinnunni hérlendis hvað staðalinn varðar. Þá verður farið yfir nokkur atriði um breytingar og innihald endurskoðuðu útgáfunnar og loks komið inn á nátengda staðla; ISO/DIS 16175-1, ISO/DIS 16175-2, ISO/CD 30300 og ISO/PRF 30301, sem eru í endurskoðun, svo og ISO/TR 21946:2018 Standard on Appraisal for Managing Records.

Vonandi skapast áhugaverðar umræður um þennan mikilvæga staðal.

Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir er prófessor í upplýsinga- og skjalastjórn og rafrænum samskiptum hjá skipulagsheildum. Hún hefur starfað við Háskóla Íslands sl. 19 ár en áður vann hún ásamt öðrum hjá ráðgjafarfyrirtæki á sviði upplýsingamála, Gangskör sf., í u.þ.b. 20 ár og vann með liðlega 100 fyrirtækjum og stofnunum.

Skráning (fyrir þá sem hyggjast mæta á staðinn) er hér - 
 
Skráning í streymi er hér -
 
ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn
Hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórn Félags um skjalastjórn boðar til aðalfundar þann 26. apríl 2018 kl. 17. Fundurinn verður haldinn í Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1 -  1. hæð.
Skráning fer fram hér - ATH. Félagsmenn þurfa að vera skráðir inn á vefsíðuna til að geta skráð sig á fundinn. 

Hér að neðan má sjá dagskrá fundarins. 

Dagskrá:

 1. Skýrsla stjórnar.
 2. Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
 3. Árgjald ákveðið.
 4. Lagabreytingar – sjá tillögu frá stjórn hér að neðan.
 5. Kosning stjórnar og varamanns.
 6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
 7. Önnur mál.

Að loknum aðalfundarstörfum mun Njörður Sigurðsson sviðsstjóri Upplýsinga- og skjalasviðs ÞÍ halda erindi um alþjóðlegt verkefni á vegum sérfræðihóps Alþjóða skjalaráðsins um sameiginlega skjalaarfleið – Expert Group on Shared Archival Heritage. Hópurinn er vettvangur til umræðu og að lokum lausn á varðveislu og aðgengi að skjalasöfnum sem varða sögu og menningarlega arfleið fleiri en eins samfélags, ríkis eða svæðis þar sem ágreiningur er um forsjá, eignarhald og aðgengi að skjölunum.

Boðið verður upp á léttar veitingar. 

 

Stjórn leggur til eftirfarandi lagabreytingar.

Grein 3.1.er nú eftirfarandi:

Aðalfund skal halda í seinni hluta apríl ár hvert. Hann skal boða með dagskrá ásamt tillögum um lagabreytingar með tveggja vikna fyrirvara hið minnsta.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

 1. Skýrsla stjórnar.
 2. Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
 3. Árgjald ákveðið.
 4. Lagabreytingar.
 5. Kosning stjórnar og varamanns.
 6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
 7. Önnur mál.

En skal framvegis vera:
Aðalfund skal halda í seinni hluta apríl ár hvert. Hann skal boða með dagskrá ásamt tillögum um lagabreytingar með tveggja vikna fyrirvara hið minnsta.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

 1. Skýrsla stjórnar.
 2. Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
 3. Árgjald ákveðið.
 4. Lagabreytingar.
 5. Kosning stjórnar
 6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
 7. Önnur mál.

Undir Dagskrá aðalfundar – lið 5. skal því nú einungis standa “Kosning stjórnar”, en “og varamanns” dettur út, enda er enginn varamaður í stjórn.

Grein 3.3 er nú eftirfarandi:

Tillögur um lagabreytingar þurfa að berast stjórn félagsins eigi síðar en 15. mars, þ.e.a.s. einum mánuði fyrir aðalfund. Stjórninni ber að senda innkomnar tillögur um lagabreytingar til félagsmanna með fundarboði.

En skal framvegis vera:

Tillögur um lagabreytingar þurfa að berast stjórn félagsins eigi síðar en 15. mars. Stjórninni ber að senda innkomnar tillögur um lagabreytingar til félagsmanna með fundarboði.

“þ.e.a.s. einum mánuði fyrir aðalfund”, dettur út, enda kveður á í lögunum að aðalfundur skuli haldin í seinni hluta apríl, en ekki er tilgreind dagsetning og á þessi textabútur því ekki við.

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík